Mynstraðir vettlingar

Undanfarin ár hef ég prjónað mikið af mynstruðum vettlingum sem byggja á gömlum mynstrum. Ég heillaðist af hinum litríku og mynstruðu lettnesku vettlingum og má segja að vettlingarnir mínir séu einskonar útúrdúr eða afbrigði af þeim. Ég hef valið nokkrar uppskriftir sem hér gefst kostur á að kaupa. Athugið að verðið sem sýnt er við uppskriftirnar er í dönskum krónum sem kemur til af því að ég gat ekki sett PayPal reikninginn í íslenskar krónur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Það má líka hafa samband við mig beint og leggja inn í íslenskum krónum, 700 kr. og ég sendi uppskriftirnar um hæl.